Jarðskjálftahrina – sá stærsti 4,8

Öflugasti skjálftinn átti upptök vestan við Kleifarvatn.
Öflugasti skjálftinn átti upptök vestan við Kleifarvatn.

Öflug­ir skjálft­ar hafa fund­ist víða á suðvest­ur­horn­inu, sá öfl­ug­asti klukk­an 23.31 í kvöld.

Sá var 4,8 að stærð og átti upp­tök vest­an við Kleif­ar­vatn en rétt áður reið yfir skjálfti af stærðinni 4,3. 

Hófst upp úr ell­efu 

Tveir öfl­ug­ir skjálft­ar fund­ust vel á höfuðborg­ar­svæðinu rétt upp úr ell­efu; sá fyrri var af stærðinni 3,7 klukk­an 23.11 og sá seinni 3,5 stig, fjór­um mín­út­um síðar. 

Sá fyrri varð ná­lægt Kleif­ar­vatni, um tvo kíló­metra vest­an við Kleif­ar­vatn, að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Yfir tíu þúsund skjálft­ar hafa mælst í jarðskjálfta­hrinu sem stend­ur yfir á Reykja­nesskaga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka