Seldu þjóðhátíðargestum smokka

„Við græddum alveg þrjátíu þúsund krónur. Í lok kvöldsins voru …
„Við græddum alveg þrjátíu þúsund krónur. Í lok kvöldsins voru bara þrír smokkar eftir,“ segir Vignir í samtali við mbl.is mbl.is/ Inga Þóra

Vignir Elvar Lund og Matthías Jökulsson eru tólf ára gamlir athafnamenn sem sátu ekki auðum höndum á Þjóðhátíð heldur gengu á milli þjóðhátíðargesta og buðu þeim að festa kaup á smokkum. 

„Við græddum alveg þrjátíu þúsund krónur. Í lok kvöldsins voru bara þrír smokkar eftir,“ segir Vignir í samtali við mbl.is

Hann viðurkennir að annar hópur stráka hafi byrjað á þessu uppátæki, en þeir Matthías hafi komið auga á að markaðurinn gæti vel rúmað keppinauta. „Við hermdum eiginlega bara eftir þeim.“

Keyptu smokkana í sjoppu og seldu á hærra verði

Vignir og Matthías keyptu nokkra pakka af smokkum í sjoppunni á Þjóðhátíð, á fimm hundruð krónur. Svo seldu þeir þjóðhátíðargestum tvo smokka saman á fimm hundruð krónur og tókst þannig að skapa dágóðan hagnað. 

Spurður hverjir hafi verið helstu kaupendurnir þeirra svarar Vignir að það hafi mest verið ungar stelpur, sem hafi fundist þeir krúttlegir, og ungir strákar sem hafi þótt þeir fyndnir. 

Strákarnir fengu um sjö þúsund krónur greiddar með seðlum, en fyrir þá sem höfðu ekki reiðufé tiltækt gátu þeir boðið viðkomandi að leggja inn á sig og flestir þáðu það. 

Vignir er úr Hafnafirði en var staddur á Þjóðhátíð með fjölskyldu sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en líklega ekki það síðasta þar sem hann sér fyrir sér að vera jafnvel aftur með smokkasölu á næsta ári.

Helsti markhópurinn eru meðal annars ungar stelpur sem þóttu strákarnir …
Helsti markhópurinn eru meðal annars ungar stelpur sem þóttu strákarnir krúttlegir. Þó ekki endilega þessar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
Einnig ungir strákar sem þóttu framtakið skemmtilegt. Þó ekki endilega …
Einnig ungir strákar sem þóttu framtakið skemmtilegt. Þó ekki endilega þessir. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert