mbl.is greindi í nótt frá reyk sem steig upp frá jörðu skammt vestur af hrauninu sem fyllir Geldingadali.
Fulltrúar frá almannavörnum og lögreglu fóru í þyrluflug um klukkan eitt í kvöld til að kanna aðstæður. Í ljós kom að um sinubruna hafi verið að ræða.
Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist gott að fá niðurstöðu um eldana í stað óvissunnar sem ríkti.