Jarðskjálfti af stærðinni 3 varð 6,7 kílómetrum vestnorðvestur af Grindavík klukkan 10.25 í dag. Upptök skjálftans voru á 6,2 kílómetra dýpi, að því er fram í yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar.
Mikil skjálftavirkni var í aðdraganda eldgossins sem hófst í Meradölum á miðvikudaginn í síðustu viku. Síðan þá hefur dregið verulega úr virkninni.
Í samtali við mbl.is í morgun sagði Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, að skjálftunum virtist fara fækkandi, í kjölfarið þess að það byrjaði að gjósa. Einungis 240 skjálftar mældust á Reykjanesskaga á síðasta sólarhringi, sem er talsvert minna en dagana í aðdraganda gossins.