Umbrot gætu fylgt aukinni virkni á höfuðborgarsvæðinu

Stórar sprungur má sjá í fellinu Sundhnjúki norður af Grindavík …
Stórar sprungur má sjá í fellinu Sundhnjúki norður af Grindavík sem sérfræðingar telja að hafa myndast í stærsta skjálftanum sem reið yfir áður en eldgosið í Meradölum hófst. Ljósmynd/Guðlaugur Viðarsson

Stór­ar sprung­ur má sjá í fell­inu Sund­hnjúki norður af Grinda­vík.

Esther Hlíðar Jen­sen, land­mót­un­ar­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að slík­ar sprung­ur gætu mynd­ast á höfuðborg­ar­svæðinu, ef eld­stöðva­kerf­in sem liggja nær Reykja­vík verða virk sök­um gos­tíma­bils­ins sem er hafið á Reykja­nesskaga.

Sér­fræðing­ar telja að fram­an­greind­ar sprung­ur hafa mynd­ast í stærsta skjálft­an­um sem reið yfir áður en eld­gosið í Mera­döl­um hófst á miðviku­dag­inn í síðustu viku

Eldgos hófst í Meradölum á miðvikudaginn í síðustu viku.
Eld­gos hófst í Mera­döl­um á miðviku­dag­inn í síðustu viku. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Við erum ekki búin að fara ennþá út af veðri. Við ætl­um að fara á morg­un. En við höf­um ekki heyrt af neinu sem er ákallandi, en auðvitað vilj­um við skoða þetta sem fyrst og úti­loka að þetta sé eitt­hvað,“ seg­ir Esther í sam­tali við mbl.is.

Aðspurð seg­ir hún að lík­leg­ast séu þetta spennu­breyt­ing­ar.

„Við höf­um séð slík­ar sprung­ur á fleiri stöðum í kring­um Keili í fyrra. Þannig að við höf­um séð svona sprung­ur á fleiri stöðum.“ 

All­ar lík­ur á auk­inni virkni 

Spurð hvort slík­ar sprung­ur gætu mynd­ast á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir hún að fræðilega séð þá gæti það gerst ef jarðskjálft­arn­ir verða ná­lægt. Í tengsl­um við eld­gosið í Mera­döl­um þá tel­ur hún það úti­lokað eins og staðan er núna.

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur seg­ir í nýj­asta þætti Dag­mála að all­ar lík­ur séu á því að eld­gos­tíma­bilið sem er hafið á Reykja­nesskaga muni koma til með að virkja eld­stöðva­kerf­in sem liggja nær höfuðborg­ar­svæðinu. Esther seg­ir að ef svo verði þá gætu fylgt því um­brot í lík­ingu við um­rædda sprungu.

„Ef að þessi virkni fær­ist til, eins og hef­ur verið nefnt, þá vænt­an­lega gætu fylgt því svona um­brot,“ seg­ir Esther.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert