Brjóstmynd af þekktu skáldi stolið

Hægra megin má sjá hvernig brjóstmyndin af skáldinu hefur verið …
Hægra megin má sjá hvernig brjóstmyndin af skáldinu hefur verið brotin af stallinum. Ljósmynd/Aðsend

Brjóstmynd af ljóðskáldinu Þorsteini Valdimarssyni, sem staðið hefur í Trjásafninu í Hallormsstaðaskógi í áratugi, hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skógræktinni, en málið hefur verið tilkynnt lögreglu sem þjófnaður og skemmdarverk.

Myndin hefur verið brotin af stalli sínum og numin á …
Myndin hefur verið brotin af stalli sínum og numin á brott. Ljósmynd/Aðsend

Lést árið 1977

Þorsteinn var með þekktari ljóðskáldum þjóðarinnar og starfaði öðru hverju hjá Skógræktinni á Hallormsstað á árunum 1957 til 1969. Hann lést árið 1977.

Brjóstmyndin stóð þar sem Þorsteinn bjó gjarnan í tjaldi og kallaði Svefnósa. Myndlistarmaðurinn Magnús Á. Árnason hannaði myndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert