Hvað er í gangi með máva á Íslandi?

Mávar hafa vakið furðu upp á síðkastið.
Mávar hafa vakið furðu upp á síðkastið. mbl.is/Ómar

Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um undarlega háttsemi máva á Íslandi að undanförnu.

Kristjana Jónsdóttir varpaði fram spurningu á Twitter um hvort aðrir hefðu tekið eftir því að mávar væru að hegða sér öðruvísi nú en áður. Spurði hún jafnframt hvort einhver hefði svör við þessu náttúrufyrirbæri.

Fjölmargir komu með athugasemdir við tíst Kristjönu og lýstu upplifun sinni af árásargjarnri og undarlegri hegðun mávanna.

Ein segist gáttuð á framferði fuglanna í sumar og veltir fyrir sér hvort fuglaflensa búi þar að baki. 

Enn annar segist aldrei hafa séð svo marga máva.

Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson segist þá hafa orðið vitni að tveimur mávum ráðast ítrekað á hlaupara í Lágmúla og að nokkrir mávar hafi elt uppi hjólreiðakonu á Akranesi. 

Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði orð í belg um hegðun máva og kvaðst auk þess hræðast fugla mest af öllu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert