Umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um undarlega háttsemi máva á Íslandi að undanförnu.
Kristjana Jónsdóttir varpaði fram spurningu á Twitter um hvort aðrir hefðu tekið eftir því að mávar væru að hegða sér öðruvísi nú en áður. Spurði hún jafnframt hvort einhver hefði svör við þessu náttúrufyrirbæri.
Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter
— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022
Fjölmargir komu með athugasemdir við tíst Kristjönu og lýstu upplifun sinni af árásargjarnri og undarlegri hegðun mávanna.
Ein segist gáttuð á framferði fuglanna í sumar og veltir fyrir sér hvort fuglaflensa búi þar að baki.
Enn annar segist aldrei hafa séð svo marga máva.
Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér. Bý í Vogum og hef verið mjög hissa á framferði þeirra í sumar. Datt í hug að þetta gæti tengst þessari fuglaflensu sem hefur verið að herja á súlur og aðra fugla, hér á Reykjanesinu og víðar, þ.s. þeir hafa sótt í hræin allmikið 🤷🏻♀️
— Clara Regína Ludwig (@TheOnlyClargina) August 10, 2022
Sammála! Allt í einu fullt af mávum í Grafarvogi, hef ekki tekið eftir svona mörgum hérna áður og er búin að búa herna allt mitt líf
— Sauður (@ausabausa1) August 10, 2022
Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson segist þá hafa orðið vitni að tveimur mávum ráðast ítrekað á hlaupara í Lágmúla og að nokkrir mávar hafi elt uppi hjólreiðakonu á Akranesi.
Varð vitni af 2 mávum ráðast ítrekað á hlaupara við Lágmúlann í gær og í dag voru nokkrir mávar að elta hjólreiðakonu á Akranesi.. it’s happening! pic.twitter.com/is3t2sBe12
— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) August 10, 2022
Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði orð í belg um hegðun máva og kvaðst auk þess hræðast fugla mest af öllu.
Fuglar eru ógeð og ég óttast ekkert meira. Allt í einu er húsið mitt komið undir einhverja flugleið máva og ég sé þá endalaust útum gluggann og skil ekkert. https://t.co/2rqZvS5KBP
— Katrín Atladóttir (@katrinat) August 10, 2022
Kom mávur í garðinn minn um daginn og át flatkökuna hennar Kötlu. Er búin að sjá 2 máva á bílþökum útum gluggan í vinnunni í dag.
— Gudny Thorarensen (@gudnylt) August 10, 2022
Ætli mávarnir séu að plana næsta takeover í Vesturbænum?👀 pic.twitter.com/wRV4D0Xe5u
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) August 11, 2022