Regnbogafáninn hefur verið rifinn niður við Hjallakirkju í Kópavogi.
Einungis eru nokkrir dagar síðan greint var frá því að táningar hefðu skorið á bönd níu fánastanga á Hellu, þar sem regnbogafánar voru við hún.
Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, greinir frá því í viðtali við Fréttablaðið að er hún kom í kirkjuna í morgun hafi hún séð að fáninn hafði verið rifinn niður.
Telur hún að augljóst sé að um viljaverk sé að ræða þar sem fáninn hafi verið allur rifinn og tættur.
Sunna Dóra sagðist ætla að ræða við lögreglu um málið hið fyrsta.