Vill takmarkaða aðkomu ríkisins að kjarasamningum

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl/Arnþór Birkisson

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, kall­ar eft­ir því að ríkið haldi sig utan kjaraviðræðna þar til á loka­metr­um þeirra.

„Mín skoðun hef­ur verið, ekki bara núna held­ur um ára­bil, að ríkið eigi að halda sig til hlés þar til kjaraviðræður eru komn­ar á loka­metr­ana. Þá á ríkið að koma inn með fáar og mark­viss­ar aðgerðir sem eru til þess falln­ar að loka kjara­samn­ing­um á al­menn­um vinnu­markaði. Það get­ur ekki verið þannig að viðræður aðila á al­menn­um vinnu­markaði geti ekki haf­ist vegna þess að ríkið sé að boða ein­hverj­ar aðgerðir og/​eða vinnu­hópa meðan kjara­samn­ingsviðræður eiga að fara fram,“ seg­ir Hall­dór í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Aðkoma rík­is vax­andi síðustu ár

Hall­dór tek­ur fram að aðkoma rík­is­ins á síðustu 30 árum hafi farið stig­vax­andi og hafi senni­lega náð há­marki við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna.

„Þar lagði ríkið fram lista af tug­um atriða sem mundu koma til fram­kvæmda eða skoðunar á kjara­samn­ings­tíma­bil­inu. Það sýn­ir að þetta er vandmeðfarið. Þess vegna tel ég að það sé lyk­il­atriði að aðilar vinnu­markaðar­ins fái að ganga frá kjara­samn­ingi án þess að ríkið stígi um of inn í þá aðgerð.“

Hall­dór seg­ir að vær­ing­ar inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar styrki hvorki stöðu ASÍ né viðsemj­enda þeirra. 

Meira í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert