Leiðindaveður gekk yfir suðvesturhorn landsins í dag, um miðjan ágúst og segja má að um fyrstu haustlægðina sé að ræða.
Það er ekki laust við gremju hjá landanum í garð veðursins, ekki síst þegar litið er til þess að sumarið kom aldrei.
Eftir sem áður situr íslenska Twitter-samfélagið ekki á skoðunum sínum. Við sjáum dæmi.
Góðan dagin vinir. Klukkan er 7:15, miðvikudaginn 17. ágúst. Það er 9 stiga hiti hér í Reykjavík og veðrið er algjör horbjóður. Ef þið komist hjá því, reynið að vera bara inni í dag og ef þið komist ekki hjá því, þá samhryggist ég. Eigið góðan og rólegan dag. pic.twitter.com/9CtxJsslGQ
— Agnes Jónasdóttir thirst account (@HansAMHansen) August 17, 2022
Ég pantaði þetta veður og ég sé ekki eftir neinu, njótið aumingjar.
— Crème Briët (@refastelpa) August 17, 2022
Rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Jónsson snýr upp á fræg ummæli Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um íslenskt samfélag eins og þau birtust í skýrslu rannsóknarnefndar um bankahrunið:
Ég er búinn að fylgjast með þessu veðri í 50 ár. Þetta er ógeðslegt veður, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engir sumardagar, það er aldrei bongó, það er ekki neitt. Það eru bara úrkomubelti og gular viðvaranir.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 17, 2022
Gerði geggjað mikið mál úr því við Hófí í gær að ég ætlaði aldeilis að hjóla í vinnuna í dag og það væri svo mikilvægt fyrir mig að byggja upp þrek og þol djöfulsins fàciti er ég sjáiði þetta veður
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) August 17, 2022
Veðrið kemst meira að segja á lista yfir hluti sem finna mætti í helvíti.
Skeifan yfir höfuð.
— Kötturinn (@AtliKisi) August 17, 2022
Að vera á busy bar þar sem barþjónninn spyr “hver er næstur?”
Check in biðröð á frönskum flugvelli.
Þetta veður.
Þetta veður hér á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að vera einhverskonar hatursglæpur.
— Sunnefa Elfars (@sunnefaelfars) August 17, 2022
Ég gæti svo auðveldlega farið í geðrof útaf þessu ógeðslega veðri á þessu landi, en ég bara nenni því ekki.
— Lexxari (@ASindrason) August 17, 2022
Eftir þetta veðurfræðilega ofbeldi undanfarið er mér farið að líka illa við alla sem heita Ágúst.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) August 17, 2022
Slæmt veður, rok og rigning, fyllir mig öryggiskennd.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) August 17, 2022
var að skrúfa frá ofnunum
— glówdís (@glodisgud) August 17, 2022
Síðan gerum við stólpagrín að ferðamönnunum og klæðaburði þeirra: „Allir niðri í bæ erum bara í vindjökkum og regnbuxum, ha ha ha!“
— Sverrir Norland (@SverrirNorland) August 17, 2022
Ég fæ samt ekki betur séð en að ferðamennirnir séu þeir einu sem fatta hvernig á að klæða sig hérna.
Það er búsetubrestur á þessu landi.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 17, 2022
Sendiherra Japans, sem þekktur hefur verið fyrir glaðbeitt yfirbragð, kemst ekki einu sinni hjá því að láta veðrið hafa áhrif á sig.
Meira að segja peppaðasti sendiherrann orðinn blúsaður. Það var bara tímaspursmál. https://t.co/s5UGl4VMvM
— SamuelTorfi (@SamuelTorfi) August 17, 2022