Alltaf hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/Árni Sæberg

Embætti for­seta Íslands seg­ir það með öllu ósatt að ekki hafi staðið tli að bjóða Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, til hátíðarviðburðar í til­efni þess að rúm 30 ár eru liðin síðan Íslands tók á ný upp stjórn­mála­sam­band við Eystra­saltslönd­in Eist­land, Lett­land og Lit­há­en.

Frétt Frétta­blaðis­ins þess efn­is frá því í morg­un er vísað á bug af embætt­inu. Í frétt­inni er vitnað í Sig­hvat Björg­vins­son, fyrr­um ráðherra og sam­flokks­mann Jóns Bald­vins. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu embætt­is for­seta Íslands að Jón Bald­vin hafi fengið boð sama dag og aðrir boðsgest­ir eins og alltaf hafi staðið til og tekið fram að auðvelt hafi verið fyr­ir blaðið að sann­reyna málið með einu sím­tali. Jafn­framt er tekið fram að viðburður­inn fari fram í hátíðarsal Há­skóla Íslands en ekki Há­skóla­bíói eins og kom fram í Frétta­blaðinu.

„Einnig má taka fram að þegar ald­ar­fjórðung­ur var liðinn frá end­ur­heimt sjálf­stæðis Eystra­saltsland­anna árið 2016 bauð for­seti Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni til viðburðar á Bessa­stöðum í til­efni þeirra merku tíma­móta. Óhætt er að full­yrða að eng­inn ann­ar Íslend­ing­ur en nú­ver­andi for­seti (fyr­ir utan Jón sjálf­an) hef­ur vakið eins oft og vel at­hygli á at­beina hans ör­laga­árið 1991 þegar ís­lensk stjórn­völd studdu dyggi­lega við sjálf­stæðis­bar­áttu Eystra­saltsþjóðanna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert