Íslenskur ríkisborgari grunaður um pyntingar og kynferðisbrot

Maðurinn á að hafa verið handtekinn á laugardaginn.
Maðurinn á að hafa verið handtekinn á laugardaginn. AFP

Karlmaður með íslenskan ríkisborgararétt er grunaður um að hafa nauðgað og pyntað konu á þrítugsaldri í íbúð í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í þrjá daga.

Sænskir fréttamiðlar á borð við Omni og Expressen greina frá þessu. Ríkisútvarpið greinir fyrst frá íslenskra miðla. Samkvæmt heimildum miðilsins er maðurinn sem um ræðir Íslendingur.

Samkvæmt heimildum sænsku miðlanna var maðurinn handtekinn á laugardaginn eftir að vegfarandi sá blóðuga konu á svölum hans. Á maðurinn að hafa flúið út um glugga íbúðar sinnar.

Hafi áður gerst sekur um kynferðisbrot

Auk þess að hafa nauðgað konunni er talið að hann hafi stappað á hálsi hennar og brennt hana með sígarettum.

Í umfjöllun sænsku miðlanna kemur einnig fram að hinn grunaði hafi áður gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot gegn konum.

Umrætt mál hefur ekki komið til umfjöllunar hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert