Fjórir jarðskjálftar urðu um 80 kílómetrum frá Reykjanestá laust fyrir klukkan tvö í nótt. Sá stærsti mældist 3,1 að stærð.
Að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er um hefðbundna virkni að ræða. Mjög reglulega verði þarna skjálftar yfir 3 að stærð.
„Þetta eru flekaskil og það er mjög eðlilegt að það komi skjálftar þarna inni á milli,“ segir Lovísa Mjöll.
Spurð út Meradali, þar sem núna er hætt að gjósa, segir hún allt vera með kyrrum kjörum og engan óróa í gangi.