Ungir jafnaðarmenn skipta um nafn

Ný framkvæmdastjórn UJ.
Ný framkvæmdastjórn UJ. Ljósmynd/Haraldur Jónsson

Ungir jafnaðarmenn (UJ), ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hefur nú breytt nafni sínu í Ungt jafnaðarfólk. Tillaga að nafnabreytingunni var samþykkt á landsþingi hreyfingarinnar í gær. Þá var nýr forseti einnig kjörinn.

„Mér finnst ekki gaman að það sé fólk sem upplifir sig ekki velkomið í hreyfingunni út af nafninu,“ segir Arnór Heiðar Benónýsson, nýkjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks, í samtali við mbl.is.

Að sögn Arnórs greiddu 90% fulltrúa á landsþinginu með tillögunni. Eina breytingin á nafninu er sú að orðið jafnaðarmenn breytist í jafnaðarfólk og verður nafn hreyfingarinnar þannig kynlaust. 

Ragna og Arnór Heiðar við formannsskiptin í gær.
Ragna og Arnór Heiðar við formannsskiptin í gær. Ljósmynd/Haraldur Jónsson

„Við samþykktum líka lagabreytingarpakka um að taka öll kynjuð orð úr lögunum okkar,“ bætir Arnór Heiðar við.

Arnór Heiðar tekur við embætti forseta af Rögnu Sigurðardóttur sem gegnt hefur embættinu undanfarin tvö ár.

Frá landsþinginu í gær.
Frá landsþinginu í gær. Ljósmynd/Haraldur Jónsson

Landsþing UJ samþykkti stjórnmálaályktun sem er aðgengileg í heild hér.

Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin:

  • Aldís Mjöll Geirsdóttir
  • Arnór Heiðar Benónýsson forseti
  • Ármann Leifsson
  • Gunnar Örn Stephensen
  • Jóhannes Óli Sveinsson
  • Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir
  • Sigurjóna Hauksdóttir 
  • Soffía Svanhvít Árnadóttir, fulltrúi framhaldsskólanema

Í miðstjórn UJ voru kjörin:

  • Alexandra Ýr van Erven
  • Arna Dís Heiðarsdóttir
  • Brynjar Bragi Einarsson
  • Elva María Birgisdóttir
  • Gréta Dögg Þórisdóttir
  • Ingiríður Halldórsdóttir
  • Magnús Orri Aðalsteinsson
  • Ólafur Kjaran Árnason
  • Ragna Sigurðardóttir
  • Ragnheiður Huldu Örnudóttir Dagsdóttir
  • Sigurður Vopni Vatnsdal
  • Stein Olav Romslo
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert