Ungir jafnaðarmenn (UJ), ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hefur nú breytt nafni sínu í Ungt jafnaðarfólk. Tillaga að nafnabreytingunni var samþykkt á landsþingi hreyfingarinnar í gær. Þá var nýr forseti einnig kjörinn.
„Mér finnst ekki gaman að það sé fólk sem upplifir sig ekki velkomið í hreyfingunni út af nafninu,“ segir Arnór Heiðar Benónýsson, nýkjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks, í samtali við mbl.is.
Að sögn Arnórs greiddu 90% fulltrúa á landsþinginu með tillögunni. Eina breytingin á nafninu er sú að orðið jafnaðarmenn breytist í jafnaðarfólk og verður nafn hreyfingarinnar þannig kynlaust.
„Við samþykktum líka lagabreytingarpakka um að taka öll kynjuð orð úr lögunum okkar,“ bætir Arnór Heiðar við.
Arnór Heiðar tekur við embætti forseta af Rögnu Sigurðardóttur sem gegnt hefur embættinu undanfarin tvö ár.
Landsþing UJ samþykkti stjórnmálaályktun sem er aðgengileg í heild hér.
Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin:
Í miðstjórn UJ voru kjörin: