Vill ekki hækka fjármagnstekjuskatt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristófer Liljar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir skattahækkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í svari til ViðskiptaMoggans, inntur eftir viðbrögðum við ræðu forsætisráðherra á flokksráðsfundi ViG um síðustu helgi, þar sem meðal annars kom fram að flokkurinn vildi hækka fjármagnstekjuskatt.

Bjarni segir í svari sínu að samhliða skattkerfisbreytingum sé mikilvægt að skoða hvernig kaupmáttur ráðstöfunartekna þróast. Kaupmátturinn hafi aukist hjá öllum tekjutíundum undanfarin ár og þar skipti skattalækkanir síðasta kjörtímabils máli, samhliða miklum launahækkunum. „Þannig hefur launamaður með 400 þús.kr. mánaðarlaun 120 þús.kr. meira á milli handanna á ári vegna tekjuskattslækkana síðustu ára, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum.“

Þá segir Bjarni jafnframt að umræða um fjármagnstekjuskatt eigi það til að vera á villigötum, enda gleymist oft að fyrirtæki greiði 20% tekjuskatt áður en til arðgreiðslna komi.

„Af arðgreiðslum greiða eigendur svo 22% fjármagnstekjuskatt til viðbótar.

Nánar má lesa um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert