Reksturinn tekur dýfu

Reykjavíkurborg var rekin með 8.893 milljóna króna halla.
Reykjavíkurborg var rekin með 8.893 milljóna króna halla. mbl.is/Árni Sæberg

Afkoma stórra sveitarfélaga var mun verri á fyrri helmingi ársins en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árið og meiri halli á rekstrinum. „Að láta rekstur sveitarfélaga standa undir sér í sumum tilvikum er erfitt. Á nokkrum stöðum stefnir í að rekstur sveitarfélaganna verði ekki lengur sjálfbær. Þessu þarf að bregðast við,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir sveitarstjóri á Flúðum og fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

8,9 milljarða halli í borginni

Reykjavíkurborg var rekin með 8.893 milljóna króna halla á fyrri hluta ársins, sem er um fjórum milljörðum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Skuldir samstæðunnar (A- og B-hluta) jukust um 13 milljarða á fyrri hluta ársins og nema 420 milljörðum.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert