Stór vatnselgur myndaðist í Hvassaleitinu í Reykjavík í gær þegar að 80 sentímetra kaldavatnslögn með þrýstingi á fór í sundur.
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir ástandið hafa verið „eins og Elliðaárnar hefðu komið upp úr jörðinni.“
Vatn flæddi inn í nærliggjandi hús og bílskúra. „Það flæddi helling í kjallara á einhverjum stöðum,“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
„Vatnið stóð svo hátt á bílaplani að það var farið að flæða inn í bíla líka.“
Að sögn Stefáns fór þó allt vel að lokum en Veitur tóku við vettvanginum um miðnætti af slökkviliðinu.
„Þeir ætluðu að klára þetta með dælum verktökum og annað, og svo hef ég ekki frétt meira.“