Nýjar útgáfur bóluefna væntanlegar til landsins

Bólusetningar í Laugardalshöll 17. janúar 2022.
Bólusetningar í Laugardalshöll 17. janúar 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýj­ar út­gáf­ur bólu­efna gegn Covid-19 sjúk­dómn­um frá Pfizer/​Bi­oNTech og Moderna eru vænt­an­leg­ar til lands­ins. Miðað við af­hend­ingaráætl­un er lík­legt að þau taki við af eldri bólu­efn­um fyr­ir all­ar örvun­ar­bólu­setn­ing­ar fyr­ir 12 ára og eldri fyr­ir ára­mót.

Upp­runa­legu bólu­efn­in verða áfram notuð fyr­ir grunn­bólu­setn­ing­ar en ekki er búið að staðfesta að þau nýju séu jafn­virk þeim eldri við þá nokt­un.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá embætti land­lækn­is þar sem m.a. finna má leiðbein­ing­ar sótt­varna­lækn­is um notk­un bólu­efna gegn Covid-19 frá 15. sept­em­ber.

Mælt með örvun­ar­bólu­setn­ingu fyr­ir heil­brigðis­starfs­menn 

Greint var frá því í síðustu viku að 60 ára og eldri yrðu senn boðaðir í fjórðu bólu­setn­ing­una gegn Covid-19.

Í til­kynn­ingu land­lækn­is kem­ur fram að einnig yrðu þeir boðaðir sem eru í auk­inni hættu á al­var­leg­um veik­ind­um vegna Covid-sýk­ing­ar og að mælt yrði með örvun­ar­bólu­setn­ingu fyr­ir heil­brigðis­starfs­menn ef lengra er liðið en sex mánuðir frá síðasta skammti. 

Er það gert til þess að draga úr veik­ind­um hjá þeim hópi og smit­dreif­ingu inn­an stofn­ana eins og kost­ur er.

In­flú­ensu­bólu­efni verði gef­in sam­hliða

Í til­kynn­ingu land­lækn­is kem­ur einnig fram að mælt verði með því að in­flú­ensu­bólu­efni og Covid-19 bólu­efni verði gef­in áhættu­hóp­um sam­hliða ef að a.m.k. fjór­ir mánuðir eru liðnir frá síðustu Covid-bólu­setn­ingu.

Áhættu­hóp­ar sem eru í for­gangi fyr­ir bæði in­flú­ensu- og COVID-19 bólu­setn­ing­ar eru eft­ir­far­andi:

  • All­ir ein­stak­ling­ar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og full­orðin sem þjást af lang­vinn­um hjarta-, lungna-, nýrna- og lifr­ar­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki, ill­kynja sjúk­dóm­um og öðrum ónæm­is­bæl­andi sjúk­dóm­um.
  • Barns­haf­andi kon­ur.       
  • Heil­brigðis­starfs­menn sem ann­ast ein­stak­linga í áhættu­hóp­um sem tald­ir eru upp hér að ofan.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert