Meðalaldur á hjúkrunarheimilum 87 ár

Anna Birna Jensdóttir.
Anna Birna Jensdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Fólk kemur að jafnaði seinna inn á hjúkrunarheimili en það gerði áður og staldrar skemur við; dvalartíminn er að meðaltali um tvö ár. Þetta kemur fram í samtali við Önnu Birnu Jensdóttur, framkvæmdastjóri Öldungs hf. og verðandi stjórnarformann Sóltúns hjúkrunarheimila á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

„Þetta fólk þarf að jafnaði mikla þjónustu enda orðið mjög fullorðið. Meðalaldurinn hjá okkur er 87 ár og enginn yngri en 70 ára. Stefnan er að fólk sé sem lengst heima en það er alltaf mikið öryggi í því fólgið fyrir fólk að flytja inn í þjónustuúrræði, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og hans nánustu,“ segir hún.

Að sögn Önnu Birnu er að jafnaði skipt um þriðjung íbúa á ári. „Hvert dauðsfall tekur auðvitað á og við reynum eftir fremsta megni að taka þátt í sorginni með aðstandendum sem er mjög þroskandi að því leyti að maður kynnist fólki eins nálægt innsta kjarna þess og hægt er.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert