Þjóðgarður á Vestfjörðum?

Ófáir leggja leið sína að fossinum Dynjanda í botni Arnarfjarðar …
Ófáir leggja leið sína að fossinum Dynjanda í botni Arnarfjarðar og hefur það aukist nokkuð með tilkomu jarðgangna á milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar Ísafjarðarbæjar fluttu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Patreksfirði i gær tillögu um þjóðgarð á Vestfjörðum.

Frá þessu er greint á vef Bæjarins Besta en Ísfirðingar skora á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að taka upp vinnu við stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum í samstarfi við sveitarfélög á Vestfjörðum.

Bæjarfulltrúinn Nanný Arna Guðmundsdóttir flutti tillöguna fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. 

Um er að ræða svæði þar sem fossinn Dynjandi og Surtarbrandsgil eru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert