Kurr er meðal fólks á Norðurlandi – og víðar á landinu – vegna þjónustu Icelandair í innanlandsflugi. Algengt hefur verið að undanförnu að ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar séu felldar niður fyrirvaralítið.
Slíkt hefur komið sér illa fyrir fólk sem þarf milli staða, til dæmis í lækniserindum eða vegna vinnu sinnar, eins og margir hafa lýst til dæmis á samfélagsmiðlum. Bæjarfulltrúar láta þetta nú til sín taka og óska eftir skýringum flugfélagsins. Fundur með Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair er áformaður í næstu viku.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.