Áhyggjur af hækkun áfengisgjalds

Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum áhyggjufull í þessum litla heimi íslenskra eimhúsa,“ segir Snorri Júlíus Jónsson, meðstofnandi Reykjavik Distillery ehf. Áhyggjuefnið er hækkun áfengisgjalds, einkum í fríhafnarverslunum, sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi 2023.

„Áfengisgjald í fríhafnarverslun á að hækka úr 10% í 25% af almennu áfengisgjaldi,“ segir Snorri.

„Stór hluti af okkar sölu er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Við seljum líka á bari og veitingahús og til Vínbúðarinnar.

Eðli málsins samkvæmt er mikið keypt af sterku áfengi í Fríhöfninni. Allir Íslendingar sem hafa farið þar í gegn hafa vitað hvað þeir spara með kaupum þar, hafa notað tækifærið og gripið með sér flösku.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert