Svipaður hlutur og áður hefur fundist

Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í dag.
Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í dag. mbl.is/Sigmundur

Aðgerðum vegna torkennilegs hlutar sem var eytt á Selfossi fyrr í morgun er að ljúka.

Að sögn Jóns Þórs Jóhannssonar, varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja, sá sprengjusveit ríkislögreglustjóra um að eyða hlutnum.

Frá vettvangi á Selfossi.
Frá vettvangi á Selfossi. mbl.is/Sigmundur

Hluturinn er sams konar og hefur fundist undanfarið á Selfossi og sprengingar hafa orðið út frá, bætir hann við, spurður hvort um heimatilbúna sprengju í flösku hafi verið að ræða.

Verið er að vinna í að opna svæðið á nýjan leik fyrir almenning.

Viðbúnaður var mikill á Selfossi.
Viðbúnaður var mikill á Selfossi. mbl.is/Sigmundur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert