Krefjast afsagnar formanns Prestafélags Íslands

Félag prestvígðra kvenna telur Arnald ekki hæfan til að gæta …
Félag prestvígðra kvenna telur Arnald ekki hæfan til að gæta hagsmuna alls félagsfólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fé­lag prest­vígðra kvenna fer fram á af­sögn Arn­ald­ar Bárðar­son­ar, for­manns Presta­fé­lags Íslands (PÍ). Þær telja for­mann­inn van­hæf­an til að gæta hags­muna alls fé­lags­fólks þar sem hann hafi tekið meðvitaða af­stöðu með ger­anda í of­beld­is­máli. Þetta kem­ur fram í álykt­un Fé­lags prest­vígðra kvenna sem send hef­ur verið til fjöl­miðla.

Er í álykt­unn­inni vísað til viðtals við Arn­ald á Útvarpi sögu þar sem hann ræddi mál Gunn­ars Sig­ur­jóns­son­ar, fyrr­ver­andi sókn­ar­prests í Digra­nes- og Hjalla­prestakalli, sem varð upp­vís að kyn­ferðis­legri og kyn­bund­inni áreitni í garð sam­starfs­kenna, sam­kvæmt niður­stöðu teym­is Þjóðkirkj­unn­ar. Í viðtal­inu sagði Arn­ald­ur meðal ann­ars að Gunn­ar væri sjálf­ur orðinn þolandi í mál­inu, en þá hafði niðurstaða teym­is­ins ekki verið gerð op­in­ber.

Séra Arnaldur Bárðarson er formaður Prestafélags Íslands.
Séra Arn­ald­ur Bárðar­son er formaður Presta­fé­lags Íslands.

Hafði sam­band við tvo þolend­ur

Í álykt­unni seg­ir ekki hægt að skilja orð for­manns­ins með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með ger­anda. Þá hafi Arn­ald­ur einnig sett sig í sam­band við þolend­ur í mál­inu.

„Mik­il­vægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft sam­band við tvo þolend­ur í þeim til­gangi að fá upp­lýs­ing­ar um málið og gera lítið úr trú­verðug­leika teym­is­ins. Í öðru til­vik­inu hélt formaður því fram í sam­tali við þolanda að hon­um hefði verið falið f.h. Bisk­ups­stofu að vinna að úr­lausn þessa máls sem formaður PÍ.

Staðfest hef­ur verið að hon­um var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þoland­an­um að PÍ þyrfti að skipt­ast í tvær fylk­ing­ar í mál­inu og þoland­inn gæti ekki leitað til for­manns­ins þar sem hann hefði þegar tekið af­stöðu með ger­and­an­um,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Jafn­framt er tekið fram að Fé­lag prest­vígðra kvenna lýsi yfir trausti á störf teym­is­ins inn­an Þjóðkirkj­unn­ar sem fjall­ar um einelti, kyn­ferðis­lega áreitni, kyn­bundið áreiti og of­beldi inn­an kirkj­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka