Halda málþing til heiðurs Þórólfi

Þórólfur Guðnason.
Þórólfur Guðnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málþing verður haldið til heiðurs Þórólfi Guðnasyni, fyrrverandi sóttvarnalækni, föstudaginn 23. september í tilefni starfsloka hans.

Alma D. Möller landlæknir verður fundarstjóri en málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar. Dagskrá hefst klukkan 13 og stendur til kl. 16 en þetta kemur fram í tilkynningu.

Þá segir að málþingið sé opið öllum, en þeir sem unnið hafi með Þórólfi séu sérstaklega velkomnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert