Vill aðgerðir gegn hraðakstri bifhjóla á göngustígum

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur að aðgerða sé þörf til að stemma stigu við hættulegum hraðakstri á göngu- og hjólastígum, en hann flytur tillögu um málið á fundi borgarstjórnar í dag.

Vill Kjartan að borgarstjórn Reykjavíkur grípi til aðgerða vegna hættulegs hraðaksturs bifhjóla á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar, sem og á gangstéttum.

Kjartan segir í tilkynningu að mikið sé um að bæði raf- og bensíndrifin bifhjól aki langt yfir þeim lögbundna 25 kílómetra hámarkshraða sem er í gildi á göngu- og hjólastígum.

Þrenns konar aðgerðir

Tillagan gengur út á að aðgerðirnar verði þrenns konar. Í fyrsta lagi að betri og skýrari merkingar um hámarkshraða léttra bifhjóla (25 km/klst) verði settar upp við göngu- og hjólreiðastíga.

Í öðru lagi að ráðist verði í fræðsluátak í skólum borgarinnar til að kynna gildandi reglur um akstur léttra bifhjóla í þéttbýli þar sem komi fram reglur um hámarkshraða á göngu- og hjólastígum, hjálmaskyldu, hver megi hjóla o.s.frv. 

Í þriðja lagi vill Kjartan óska eftir því að lögreglan herði umferðareftirlit á göngu- og hjólastígum borgarinnar og komi í veg fyrir að vélknúnum hjólum sé ekið þar yfir löglegum hámarkshraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert