Ræddu um ESB í nærri sex tíma

Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í gær í kjölfar þess að þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar lögðu fram tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hófst um klukkan tvö og stóð til að verða átta og tók því drjúgan hluta af fundartíma Alþingis.

Nítján þingmenn tóku til máls á meðan umræðunum stóð. Tillagan gekk að lokum til síðari umræðu og utanríkismálanefndar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir það vera fagnaðarefni að þingmenn annarra flokka en flutningsmanna hafi tekið þátt í umræðunni, sem hún lýsir sem yfirvegaðri.

„En það er ljóst að það eru skiptar skoðanir um það hvort menn eiga að fara forræðishyggjuleiðina og segja; nei, þjóðin hefur ekkert um þetta að segja því það er mín skoðun í dag, eða að segja bara; eigum við ekki að leyfa þjóðinni að ákveða þetta,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert