Blaðamannafundur vegna aðgerða lögreglu klukkan 15

Sérsveit ríkislögreglustjóra.
Sérsveit ríkislögreglustjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 15 á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík. 

Tilefnið er umfangsmiklar rannsóknir og aðgerðir lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, munu veita upplýsingar á fundinum.

Í gær var greint frá aðgerðum sér­sveit­ar­inn­ar á tveim­ur stöðum á höfuðbog­ar­svæðinu og í kjöl­farið til­kynnti rík­is­lög­reglu­stjóri að sér­sveit­in og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafi hand­tekið fjóra ein­stak­linga. Seg­ir lög­regl­an að þar með hafi hættu­ástandi verið af­stýrt.

Rúv hefur eftir heimildum sínum að mennirnir sem um ræðir séu grunaðir um framleiðslu á vopnum með þrívíddarprenturum. Einnig kemur fram að lögreglan hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fjórum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert