Lögreglan hefur boðað til upplýsingafundar í dag klukkan 15 á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík.
Tilefnið er umfangsmiklar rannsóknir og aðgerðir lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, munu veita upplýsingar á fundinum.
Í gær var greint frá aðgerðum sérsveitarinnar á tveimur stöðum á höfuðbogarsvæðinu og í kjölfarið tilkynnti ríkislögreglustjóri að sérsveitin og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið fjóra einstaklinga. Segir lögreglan að þar með hafi hættuástandi verið afstýrt.
Rúv hefur eftir heimildum sínum að mennirnir sem um ræðir séu grunaðir um framleiðslu á vopnum með þrívíddarprenturum. Einnig kemur fram að lögreglan hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum fjórum.