Treystir lögreglu og segir fólk ekki þurfa að óttast

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist telja samfélagið öruggt eftir að lögreglu tókst að afstýra því sem hefði getað orðið fyrsta hryðjuverkamálið hér á landi. Um sé þó að ræða alvarlegt mál – aðvörun sem bregðast verði við.

„Maður vill fyrst og fremst lýsa yfir ánægju með það að lögreglu hafi tekist hér að afstýra hér mjög alvarlegum glæp í okkar samfélagi,“ segir Jón í samtali við mbl.is.

Kveðst hann treysta lögreglunni þegar hún segir að fólk þurfi ekki að óttast.

„Það kom fram að þeir teldu samfélagið öruggt, og við þurfum bara að hlusta á það sem þeir sögðu. Þeim tókst að eiga við þetta og leysa þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert