Héldu málþing til heiðurs Þórólfi

Þeir Þórólfur og Kári unnu náið saman í Covid-19 heimsfaraldrinum.
Þeir Þórólfur og Kári unnu náið saman í Covid-19 heimsfaraldrinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Málþing til heiðurs Þórólfi Guðnasyni, fyrrverandi sóttvarnalæknis, var haldið í dag í tilefni af starfslokum hans.

Yfirskrift þingsins var: Betur vinnur vit en strit — gildi vísinda og nýsköpunar í heimsfaraldri.

Þingið var haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar. Dagskrá hófst klukkan eitt og stóð til klukkan fjögur. Þingið var tekið upp og verður því aðgengilegt síðar fyrir þá sem ekki komust eða misstu af því.

Fundarstjóri málþingsins var Alma D. Möller landlæknir. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Runólfur Pálsson, prófessor og forstjóri Landspítala, og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.

Þórólfur spjallaði við fyrrverandi yfirmenn sína, Willum Þór Þórsson og …
Þórólfur spjallaði við fyrrverandi yfirmenn sína, Willum Þór Þórsson og Svandísi Svavarsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon
Willum Þór heilbrigðisráðherra setti þingið.
Willum Þór heilbrigðisráðherra setti þingið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, flutti erindi á þinginu um …
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, flutti erindi á þinginu um notkun vísindagagna við sviðsmyndagerð almannavarna. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert