Vonast eftir skilningi á vaxandi ógn

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir að frum­varp um af­brota­varn­ir eða for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir muni ná til ým­iss kon­ar glæpa, ekki ein­göngu þeirra sem snúa að þjóðarör­yggi.

Jón sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í morg­un að frum­varpið sé á loka­metr­un­um og að hann muni leggja það fram á þing­inu mjög fljót­lega.

Hann von­ast til þess að skiln­ing­ur sé á því að á Íslandi er glímt við vax­andi ógn í skipu­lagðri glæp­a­starf­semi óháð frétt­um gær­dags­ins um ætluð hryðju­verk.

„Það er eitt­hvað sem við þurf­um að stíga mjög fast til jarðar í og bregðast við,“ bæt­ir Jón við.

Horfa á frum­varpið í stóra sam­heng­inu 

Hann seg­ir að í und­ir­bún­ingi að frum­varp­inu hafi verið horft til stóra sam­heng­is­ins, ekki sér­stak­lega til glæpa sem varðar þjóðarör­yggi.

„Þetta er auðvitað svo­lítið nýr veru­leiki sem við horf­um fram í núna í þessu nýj­asta dæmi en vinn­an okk­ar hef­ur öll miðast að því að styrkja stöðu okk­ar á þeim vett­vangi. Það teng­ist gjarn­an eit­ur­lyfjainn­flutn­ingi, fram­leiðslu og slíku en þetta snýst fyrst og fremst um fjár­magn. Menn eru í þessu til að græða pen­inga,“ sagði Jón.

„Það er það sem við erum ekki síst á eft­ir og það þarf sam­starf margra aðila til þess að stilla sam­an strengi og það þarf sam­starf við er­lenda aðila. Þetta er óhjá­kvæmi­legt öðru­vísi en við þurf­um að geta verið í fullu sam­starfi við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd til þess að spyrna fast við fót­um og upp­ræta slík mál. Við erum að horfa á þetta í þessu stóra sam­hengi.“

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sé hamlandi

„Það er mik­il­vægt að við séum að stilla okk­ur sam­an við þessi embætti í um­hverf­inu þannig að þetta sé ekki eins og það er í dag, hamlandi bæði á það að geta tekið við upp­lýs­ing­um og nýtt upp­lýs­ing­ar sem okk­ur ber­ast frá er­lend­um lög­reglu­embætt­um, og eins veitt upp­lýs­ing­ar til baka. Þannig er það í dag að það er mjög tak­mark­andi hvernig staðan er í þess­um mál­um hjá okk­ur,“ bætti Jón við.

Hvað varðar heim­ild­ir, get­ur fólk átt von á hler­un­um án þess að vera með stöðu sak­born­ings?

„Það eru atriði sem við erum að líta til.“

Laga­heim­ild­ir þrengri en víðast hvar í Evr­ópu

Jón seg­ir að vinna hafi staðið yfir í ráðuneyt­inu frá því í byrj­un þessa árs þar sem ann­ars veg­ar er unnið að því að skoða skipu­lag lög­reglu og ráðstöf­un fjár­magns, og hins veg­ar sam­starf á milli lög­reglu­embætta.

„Ég hef til­lög­ur á borðinu frá lög­reglu­stjór­um lands­ins og rík­is­lög­reglu­stjóra um ákveðnar breyt­ing­ar sem geta gert okk­ar kerfi skil­virk­ara og nýtt okk­ar fjár­magn og mannafla bet­ur,“ sagði Jón og bætti við: „Við mun­um fara í ákveðnar innri breyt­ing­ar hjá okk­ur og það geta mögu­lega fylgt því ein­hverj­ar laga­breyt­ing­ar í fram­haldi.

Á sama tíma er verið að vinna með þetta frum­varp sem fjall­ar um af­brota­varn­ir sem eru þess­ar fyr­ir­byggj­andi aðgerðir sem lög­regla get­ur gripið til. Okk­ar laga­legu heim­ild­ir þar eru miklu þrengri en til að mynda ger­ist á Norður­lönd­un­um og reynd­ar hjá öll­um lög­reglu­embætt­um um Evr­ópu,“ sagði hann.

„Með til­lög­un­um erum við að styrkja veru­lega starf­semi lög­reglu. Við höf­um verið að fjölga lög­reglu­nem­um um­tals­vert og við erum að horfa þá til styrk­ing­ar að því leyti en ég er líka að horfa til ör­ygg­is lög­reglu­manna sem er mér mjög of­ar­lega í huga þessu sam­bandi, það er að segja sá nýi veru­leiki sem blas­ir við okk­ar lög­reglu­mönn­um sem líka eiga fjöl­skyld­ur sem vilja fá þá heila heim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert