Um tvö þúsund bólusett í Laugardalnum í dag

Bólusetning - inflúensa - Covid-19
Bólusetning - inflúensa - Covid-19 mbl.is/Kristinn Magnússon

Um tvö þúsund manns mættu í Laug­ar­dals­höll­ina í dag til að þiggja bólu­setn­ingu. Fengu íbú­ar á höfuðborg­ar­svæðinu 60 ára og eldri boð um að koma en á boðstóln­um voru bólu­efni við in­flú­ensu og fjórði skammt­ur­inn af bólu­efni við Covid-19.

Hægt var að velja um þrjá kosti; Að fá ein­göngu bólu­setn­ingu við Covid-19, að fá ein­göngu bólu­setn­ingu við in­flú­ensu eða að fá bólu­setn­ingu við bæði Covid-19 og in­flú­ensu. 

Er þetta ólíkt fyr­ir­komu­lag­inu í fyrra að því leyt­inu til að ekki þurfa leng­ur að líða tvær vik­ur á milli bólu­setn­inga.

Bólusetning - inflúensa - Covid-19
Bólu­setn­ing - in­flú­ensa - Covid-19 mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vill sjá fleiri úr hópi 80 ára og eldri

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir allt hafa gengið glimr­andi vel en hún hefði þó viljað sjá fleiri koma til að þiggja bólu­efni við in­flú­ensu.

Stór hóp­ur fólks sem hef­ur náð 80 ára aldri hef­ur þegar fengið fjórða skammt­inn af bólu­efni við Covid-19 en á eft­ir að fá bólu­setn­ingu við in­flú­ens­unni. Bind­ur hún von­ir við að fleiri úr þeim hópi mæti síðar til að þiggja þá bólu­setn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert