Skjöl Gerlachs ræðismanns á leið heim eftir rúm 80 ár

Eitt það fyrsta sem breski herinn gerði var að handtaka …
Eitt það fyrsta sem breski herinn gerði var að handtaka Gerlach og gera öll gögn ræðismannsins upptæk. Samsett mynd

Skjöl þýska ræðismannsins á Íslandi, Werners Gerlachs, sem voru gerð upptæk af Bretum á hernámsdaginn 10. maí 1940, hafa verið í íslenskri vörslu í rúm 80 ár og verða á mánudag afhent Þýska þjóðskjalasafninu til vörslu.

Formleg athöfn verður haldin í Safnahúsinu á mánudag og verða þar viðstödd forseti Sambandsskjalasafns Þýskalands, þýski sendiherrann og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

„Eitt það fyrsta sem breski herinn gerði þegar hann steig á land var að storma að þýska ræðismannsbústaðnum og handtaka Werner Gerlach og gera öll gögnin og í raun allan ræðismannsbústaðinn upptækan,“ segir Njörður Sigurðsson aðstoðarþjóðskjalavörður.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka