Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri

Gróðurinn sem komið hefur verið fyrir á umferðareyjunni er sagður …
Gróðurinn sem komið hefur verið fyrir á umferðareyjunni er sagður byrgja bílstjórum sýn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á Úlfarsbraut í Úlfarsárdal í Reykjavík liggja umferðareyjur þar sem gróðursett hafa verið tré og annar gróður sem hefur vakið áhyggjur af umferðaröryggi. Þvert í gegnum gróðurinn liggja nefnilega gangbrautir sem börn á leið til og frá Dalskóla, íþróttasvæði Fram, sundlaug og bókasafni nýta sér.

Magdalena Kjartansdóttir, íbúi í Grafarholti, fer oft þarna um á bíl og segir gróðurinn byrgja sýn þegar börn eigi leið yfir götuna. „Maður sér þau bara alls ekki. Þau koma svo snöggt. Þau eru á hlaupahjólum og koma bara þvert yfir.“

Hún segir yfirsýnina versna enn frekar þegar farið sé að dimma.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert