Icelandair Cargo fær stærri vélar

Ný flugvél Icelandair Cargo.
Ný flugvél Icelandair Cargo.

Icelandair Cargo fær tvær Boeing 767-breiðþotur sem búið er að breyta fyrir fraktflutninga. Vélarnar bjóða upp á þann möguleika að fjölga áfangastöðum fyrir fraktflutninga. Þannig mun félagið fljúga til þriggja áfangastaða í Bandaríkjunum frá og með næsta mánuði, til New York, Chicago og Los Angeles.

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir í samtali við Morgunblaðið að hægt sé að gera Ísland að tengimiðstöð í fraktflugi yfir Atlandshafið, rétt eins og Icelandair hafi gert í farþegaflugi. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við erum ekki eingöngu að horfa til vöruflutninga til og frá Íslandi, heldur einnig yfir hafið,“ segir Gunnar Már. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert