Reiðubúinn að víkja að ákveðnu skilyrði uppfylltu

Jón Hjaltason fyrrverandi varabæjarfulltrúi Flokks fólksins.
Jón Hjaltason fyrrverandi varabæjarfulltrúi Flokks fólksins. Ljósmynd/Aðsend

Jón Hjalta­son, fram­bjóðandi Flokks fólks­ins á Ak­ur­eyri, kveðst reiðubú­inn að víkja ef stjórn flokks­ins hrind­ir í fram­kvæmd eig­in samþykkt um að skipa hlut­lausa rann­sókn­ar­nefnd sem á að fara ofan í kjöl­inn á því máli sem komið hef­ur upp inn­an flokks­ins. 

Því næst vill hann að blaðamanna­fund­ur verði hald­inn í húsa­kynn­um Flokks fólks­ins þar sem kon­urn­ar þrjár, formaður og vara­formaður, játi mis­tök, biðjist af­sök­un­ar og dragi „all­an ósómann“ til baka. 

Jón sit­ur enn í skipu­lags­ráði Ak­ur­eyr­ar en hef­ur þó sagt sig úr Flokki fólks­ins eft­ir að karla­for­ysta flokks­ins var m.a. sökuð um einelti, and­legt of­beldi og kyn­ferðis­legt áreiti af þrem­ur kon­um á lista flokks­ins, Mál­fríði Þórðardótt­ur, Tinnu Guðmunds­dótt­ur og Hann­esínu Scheving Vir­gild Chester. 

Kveðst aldrei hafa heyrt minnst á eineltið

Í skoðun­ar­p­istli Jóns sem birt­ist í Frétta­blaðinu í dag, og ber yf­ir­skrift­ina Vér svik­ar­ar, rek­ur hann sam­skipti sín við aðra flokks­menn, meðal ann­ars for­mann­inn Ingu Sæ­land, síðastliðna mánuði frá sínu sjón­ar­horni.

Sam­kvæmt frá­sögn hans þá hafði eng­inn minnst orði á kyn­ferðis­lega áreitni eða svæsið einelti áður en Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, vara­formaður flokks­ins, skrifaði færslu um það á Face­book í síðasta mánuði.

Við hin „ónefnda karla­for­ysta“ kom­um hins veg­ar af fjöll­um. Þess­ar sak­argift­ir höfðu aldrei fyrr verið nefnd­ar í okk­ar eyru, Inga Sæ­land aldrei reynt sætt­ir eins og hún vill þó vera láta, hvað þá að vara­formaður­inn hafi borið þess­ar ávirðing­ar und­ir okk­ur áður en hann hleypti þeim í loftið fyr­ir alþjóð að sjá,“ skrif­ar Jón.

„Nú verður hver að dæma fyr­ir sig en í mig er hlaup­in kergja. Ég skil hins veg­ar gagn­rýni Ingu Sæ­land og er reiðubú­inn að víkja ef stjórn flokks­ins hrind­ir í fram­kvæmd eig­in samþykkt um að skipa hlut­lausa rann­sókn­ar­nefnd er fari ofan í kjöl­inn á þessu máli. Síðan verði hald­inn blaðamanna­fund­ur í húsa­kynn­um Flokks fólks­ins þar sem kon­urn­ar þrjár, formaður og vara­formaður játi mis­tök, biðjist af­sök­un­ar og dragi all­an ósómann til baka – því ég er ekki í nokkr­um vafa um niður­stöðu slíkr­ar rann­sókn­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert