Snjókomu að vænta á norðvestanverðu landinu

Helga segir að nú þegar sé orðið hvasst nyrst á …
Helga segir að nú þegar sé orðið hvasst nyrst á landinu og á Vestfjörðum. mbl.is/Sigurður Ægisson

Vax­andi lægð verður lón­andi við aust­ur­strönd­ina í dag. Henni fylg­ir veru­lega hvöss norðanátt og mik­il úr­koma á norðan­verðu land­inu sem fell­ur að miklu leyti sem slydda eða snjó­koma.

Mesta úr­kom­an er um landið norðan­vert.  Hlýj­ast verður aust­ast en kald­ast vest­ast og því má bú­ast við snjó­komu á Norður­landi vestra og Vest­fjörðum, en að slydda og úr­koma muni skipt­ast á eft­ir því sem aust­ar dreg­ur, að sögn Helgu Ívars­dótt­ur veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Sunn­an heiða verður minni úr­koma, en bú­ast má við sand­foki eða grjót­foki suðaust­an­lands seinnipart­inn og í kvöld, þegar vind­ur nær há­marki þar. 

Lægja fer svo í nótt. Útlit er fyr­ir hæg­lætis­veður vest­an­til á land­inu á morg­un, en eystra geng­ur norðvestan­átt­in smám sam­an niður, að því er fram kem­ur í hug­leiðing veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Snjóflóðahætta til fjalla

Sam­kvæmt veður­spá mun hita­stig á lág­lendi á Aust­ur­landi að Glett­ingi vera á bil­inu 4 til 6° fram til kl 15 í dag en þá fer að kólna. Miðað við magn úr­komu sem er spáð á svæðinu er til­efni til þess að vara við auk­inni skriðuhættu í þess­um lands­hluta.

Snjóflóðahætta get­ur einnig skap­ast til fjalla á Norður og Norðaust­ur­landi en ekki er tal­in hætta í byggð.

Spá­in að ganga eft­ir

„Þetta virðist bara vera nokkuð stöðugt og lægðin er að nálg­ast landið og dýpka hratt. Spá­in er að ganga eft­ir.“

Helga seg­ir að nú þegar sé orðið hvasst nyrst á land­inu og á Vest­fjörðum.

Ágæt­is veður verður á höfuðborg­ar­svæðinu í dag, en helst gæti orðið hvasst á Kjal­ar­nesi og á vest­asta hluta svæðis­ins. „Þessu fylg­ir ekki úr­koma, höfuðborg­ar­svæðið kem­ur best úr þessu.“

Vet­ur­inn læt­ur vita af sér

Helga seg­ir vet­ur­inn skella óvenju þungt á þetta árið. 

„Rauð viðvör­un er sjald­an gef­in út. Kannski einu sinni til tvisvar á ári, svo það er óvenju­legt að fá tvær svona ná­lægt hvor ann­arri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert