Búast má við veglokunum víða á landinu í dag og fram eftir kvöldi vegna veðurs. Á Norðurlandi eru hálkublettir víða og má búast við að vegir geti lokað með stuttum fyrirvara.
Búið er að loka Þverárfjallsvegi og Víkurskarðsvegi. Þá er lokað á Holtavörðuheiði.
Á Suðausturlandi má gera ráð fyrir víðtækum lokunum allt frá Markarfljóti og austur úr frá hádegi og fram eftir kvöldi.
Vesturland: Lokað er á Holtavörðuheiði. Krapi og éljagangur eru á Laxárdalsheiði. Hálka er á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Ófært er á Jökulhálsleið. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 9, 2022
Norðurland: Krapi, snjóþekja, hálka og hálkublettir eru víða en búast má við að vegir geti lokað með stuttum fyrirvara. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 9, 2022
Norðausturland: Búið er að loka Vopnafjarðarheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Ófært er á Ljósavatnsskarði, Fljótsheiði, Hólasandi og við Mývatn. Búast má við víðtækum lokunum í dag og fram undir kvöldmat. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 9, 2022
Suðausturland: Búast má við víðtækum lokunum allt frá Markarfljóti og austur úr frá hádegi og fram eftir kvöldi. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 9, 2022
Víkurskarð: Búið er að loka veginum. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 9, 2022
Þverárfjall: Búið er að loka veginum. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 9, 2022