Bílvelta við Þingvallaveg

Bíll valt við Þing­valla­veg, upp und­ir Kjós­ar­sk­arði, á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi. Ökumaður­inn var einn á ferð og var kom­inn sjálf­ur út úr bíln­um þegar sjúkra­bíll kom að til að flytja hann á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar.

Ekki er vitað um meiðsli. Ökumaður­inn er grunaður um ölv­un við akst­ur og fleiri um­ferðarlaga­brot, að því er seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Ekið á ljósastaur

Til­kynnt var um um­ferðarslys í Árbæn­um upp úr klukk­an eitt í nótt. Bif­reið var ekið á ljósastaur og mun ökumaður­inn hafa yf­ir­gefið vett­vang. Bif­reiðin var flutt af vett­vangi af Króki og var Orku­veit­unni til­kynnt um ljósastaur­inn.

mbl.is/​Ari

Kona var hand­tek­in í Grafar­holti á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi. Hún var búin að nota fíkni­efni, öskraði stans­laust og náðu lög­reglu­menn ekki að ræða við hana. Kon­an var vistuð í fanga­geymslu sök­um ástands.

Fíkni­efna­rækt­un í Kópa­vogi

Fíkni­efna­rækt­un fannst á iðnaðarsvæði í hverfi 200 í Kópa­vogi á sjötta tím­an­um í gær­kvöldi. Plönt­ur og tæki voru gerð upp­tæk og skýrsla var tek­in af hús­ráðanda.

Til­kynnt um um­ferðaró­happ í hverfi 108 á átt­unda tím­an­um í gær­kvöldi.  Bif­reið var ekið út af vegi og upp á um­ferðareyju.  Ökumaður­inn fann til eymsla í höfði og hálsi og var hann flutt­ur með sjúkra­bif­reið til aðhlynn­ing­ar á slysa­deild. 

Stal pen­ing­um með svarta and­lits­grímu

Til­kynnt var um þjófnað úr versl­un í Reykja­vík á ní­unda tím­an­um í gær­kvöldi.  Maður með svarta and­lits­grímu kom inn í versl­un og stal pen­ing­um úr sjóðsvél.  Málið er í rann­sókn.

Maður í ann­ar­legu ástandi var hand­tek­inn í miðbæ Reykja­vík­ur á ní­unda tím­an­um í gær­kvöldi. Lög­regl­an hafði haft ít­rekuð af­skipti af hon­um. Til­kynnt var um að hann væri meðvit­und­ar­laus sök­um ölv­un­ar og síðar var til­kynnt að hann væri kom­inn á veit­inga­hús og neitaði að fara þaðan þegar starfs­fólkið vísaði hon­um út. Maður­inn var vistaður í fanga­geymslu.

Til­kynnt var um inn­brot í sum­ar­hús í hverfi 221 í Hafnar­f­irði. Farið var inn og stolið sjón­varpi, ryk­suguró­bóta og fleiri verðmæt­um.

Marg­ir stöðvaðir á Kringlu­mýr­ar­braut

Fimm bif­reiðar voru stöðvaðar á Kringlu­mýr­ar­braut á milli klukk­an níu í gær­kvöldi og eitt í nótt. Bif­reiðin sem fór hraðast var á 121 km hraða en þarna er há­marks­hraði 80 km/​klst. Öku­menn­irn­ir viður­kenndu brot sín og voru vett­vangs­skýrsl­ur ritaðar. Einn þeirra er 17 ára og var for­ráðamanni til­kynnt um af­skipti lög­reglu og til­kynn­ing var send til barna­vernd­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert