Ástandið fólki til hneisu

Sumarliði Ísleifsson.
Sumarliði Ísleifsson.

Trúverðugleiki Alþýðusambands Íslands er í húfi og ástandið sem skapast hefur innan hreyfingarinnar er þeim, sem hlut eiga að máli, til hneisu. Þetta segir sagnfræðingurinn Sumarliði R. Ísleifsson, en hann skrifaði sögu Alþýðusambandsins sem kom út árið 2013.

„Þetta er náttúrlega verst fyrir fólkið í hreyfingunni, hinn almenna félaga. Hreyfingin virðist vera óstarfhæf. Þegar maður er bara að berjast við samherja sína fer alveg rosaleg orka í það og fólk hugsar kannski ekki um margt annað,“ segir hann.

„Er ekki hægt að orða þetta þannig að þetta sé bara fólki til hneisu, fólkinu sem á að standa fyrir samstöðu fólks og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum? Þegar mál hafa þróast svona er trúverðugleiki hreyfingarinnar í húfi.“

Spurður út í áhrif þessarar sundrungar á kjaraviðræður segir Sumarliði: „Kjaraviðræður snúast ekki bara um laun heldur snúast þær líka um alls konar sameiginleg mál. Þar hefur þurft að hafa sameiginlegan vettvang, eins og Alþýðusambandið er. Það er náttúrlega frekar ljóst að Alþýðusambandið stendur ekki sterkt og það er líka ljóst að það er erfitt að ræða sameiginleg mál við einstök félög. En maður veit ekki hvernig mál þróast.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka