Boðar til lýðheilsuþings

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar til þingsins.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra boðar til þingsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Heil­brigðisþing verður haldið 10. nóv­em­ber á hót­el Hilt­on Reykja­vík Nordica og að þessu sinni verður það helgað lýðheilsu. Er það Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra sem boðar til þings­ins.

Viðburður­inn verður op­inn öll­um en full­trú­ar heil­brigðis­stofn­ana, fræðasam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­laga, skól­anna, íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar og annarra fé­laga­sam­taka eru sér­stak­lega hvatt­ir til þátt­töku, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins.

Kæri viðtak­andi.

Heil­brigðisþing hafa verið hald­in ár­lega frá ár­inu 2018 þegar gild­andi heil­brigðis­stefna til árs­ins 2030 var í mót­un. Þing­in hafa verið til­einkuð mik­il­væg­um mál­efn­um sem varða heil­brigðis­kerfið og skipu­lag heil­brigðisþjón­ustu. Í ár hef ég ákveðið að helga þenn­an ár­lega viðburð lýðheilsu og boða því til lýðheilsuþings 10. nóv­em­ber næst­kom­andi. Þar verður ein­stak­ling­ur­inn í for­grunni með áherslu á allt það sem við get­um sjálf gert til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu. Jafn­framt verður fjallað um hvernig stjórn­völd og stofn­an­ir sam­fé­lags­ins geta með ákvörðunum sín­um og aðgerðum skapað al­menn­ingi sem best­ar aðstæður til heilsu­efl­ing­ar á öll­um ævi­skeiðum.

Alþingi samþykkti á síðasta ári lýðheilsu­stefnu til árs­ins 2030. Stefn­an á sér stoð í heil­brigðis­stefnu þar sem fram koma þau mark­mið að lýðheils­u­starf með áherslu á heilsu­efl­ingu og for­varn­ir verði hluti af allri heil­brigðisþjón­ustu. Sam­kvæmt lýðheilsu­stefnu skulu stjórn­völd stuðla að því að lands­menn verði meðvitaðir um ábyrgð á eig­in heilsu, m.a. með fræðslu og vit­und­ar­vakn­ingu um gildi for­varna og heilsu­efl­ing­ar, svo sem á sviði nær­ing­ar, hreyf­ing­ar og geðrækt­ar. Liður í því er að tryggja fólki greiðan aðgang að hag­nýt­um og gagn­reynd­um upp­lýs­ing­um um þessi efni sem auðvelda hverj­um og ein­um að stunda heil­brigðan lífs­stíl og viðhalda heilsu sinni eða bæta hana.

Verk­efna­hóp­ur vinn­ur nú að mót­un aðgerðaáætl­un­ar um fram­kvæmd lýðheilsu­stefnu og er gert ráð fyr­ir að nýta afrakst­ur lýðheilsuþings­ins inn í þá vinnu. 

Lýðheilsuþingið 10. nóv­em­ber verður haldið á hót­el Hilt­on Reykja­vík Nordica kl. 8.30 – 16.30. Nán­ari upp­lýs­ing­ar eru á heil­brigd­ist­hing.is og þar fer einnig fram skrán­ing þátt­töku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert