Heitar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um stöðuna á landamærunum með tilliti til aukins fjölda hælisleitenda og afleidd áhrif.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í ræðu sinni þar sem hann svaraði spurningu Bergþórs Ólason, þingmanns Miðflokksins, um hvort hann telji að núverandi hælisleitendakerfi sé misnotað:
„Varðandi það að núverandi hælisleitenda kerfi sé misnotað; Verndarkerfið er neyðarkerfi og það er mikilvægt að hafa það í huga fyrir fólk sem sætir ofsóknum í heimalandi sínu eða á þar í hættu dauðarefsingu eða pyndingum og vanvirðandi meðferð.
Fólk sem er að fresta gæfunnar, fólk sem er í daglegu tali er talað um efnahagslega flóttamenn í leit að betri lífsskilyrðum, á ekki erindi við verndarkerfið. Öll mín markmið snúa að því að slá skjaldborg utan um verndarkerfið, einhvern merkilegasta samning Sameinuðu þjóðanna.“
Jón sagði svo að það væri viðurkennt af lögregluyfirvöldum sem og að það er rökstuddur grunur um það að þetta kerfi er misnotað. „Það er eitthvað sem við þurfum að passa.“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir gagnrýndi framangreind ummæli harðlega. Sagði hún að áhyggjur lögreglunnar á misnotkun á hælisleitenda kerfinu snúist um að glæpasamtök notfæri sér kerfið.
„Það eru glæpamenn að notfæra sér flóttafólk, ekki flóttafólk að notfæra sér kerfið. Þetta er það sem lögreglan á við. Þetta er misnotkunarkerfi sem við bjuggum til með því að gera það beinlínis ólöglegt að koma til Evrópu og óska eftir vernd.“
„[Jón] er stóyrtur um mikilvægi flóttamannasamningsins og það að standa vörð um það kerfi sem er ætlað að hjálpa því fólki í raunverulegri neyð. Til þess leggur hann til að fólk sem veitt hefur verið vernd, til dæmis í Grikklandi og Ungverjalandi, verður snúið við á þröskuldinum án nokkurrar spurninga, án tillits til þess hvort þau hafi tengsl við landið eða einhverjar aðrar sérstakar ástæður séu til þess að senda ekki fólk til þær hryllilegu aðstæður sem fólk býr við í þessum löndum.“
Segir hún tillögurnar vera mannfjandsamlegar og segir að það að senda eitt barn til ruslahaugana í Grikklandi vera einu barni of mikið.
Jón gagnrýndi aftur á móti Arndísi í lokaræðu sinni, „sem talar um börn á brotajárnshaugum í Grikklandi þegar öll lönd í Evrópu viðurkenna Grikkland sem evrópskt land og þar sem að öll lönd eru að senda flóttamenn sem þar hafa fengið vernd til Grikklands.“