Var hafnað en kom aftur og sótti um vernd

Frá mótmælum hér á landi við meðferð umsókna um vernd.
Frá mótmælum hér á landi við meðferð umsókna um vernd. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hingað til lands hafa komið einstaklingar og sótt um hæli sem hafa áður sótt hér um hæli, verið synjað um hæli eða dregið umsóknir sínar til baka en ekki verið formlega vísað brott með endurkomubanni. Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann kveðst ekki geta tjáð sig um einstök mál.

Tilefni fyrirspurnar Morgunblaðsins til lögreglustjórans var frásögn af umsækjanda um hæli sem var neitað um hæli hér vegna þess að hann hafði þegar fengið vernd í Grikklandi. Hann fékk frávísun og lögreglufylgd úr landi.

Nokkrum dögum síðar lenti sami maður á Keflavíkurflugvelli og sótti aftur um alþjóðlega vernd. Tekið var við umsókninni og maðurinn fór með leigubíl til Reykjavíkur þar sem umsóknarferlið hélt áfram eins og umsækjandinn væri að koma hingað í fyrsta sinn. Ástæðan var sögð sú að mönnum í hans stöðu væri vísað frá landinu en ekki vísað brott með endurkomubanni.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert