Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í beiðni um framkvæmdaleyfi vegna móttöku efnis í nýjan grafreit í landi Lambhaga í vesturhlíð Úlfarsfells. Grafreiturinn verður skammt fyrir ofan verslun Bauhaus. Þetta verður næsti kirkjugarður Reykvíkinga.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sendi inn umsóknina. Áætlað er að taka á móti um 90.000 rúmmetrum jarðefnis árlega en það er háð þeim verkefnum sem eru í gangi hverju sinni á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og hjá einkaaðilum, að því er fram kemur í umsókninni. Áætlað heildarmagn fyllingar er um 610.000 rúmmetrar.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.