Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir þyngra en tárum taki að heyra af því ofbeldi sem 12 ára stúlka er býr í Hafnarfirði hefur orðið fyrir. Reyndi hún að svipta sig lífi í kjölfar eineltis, sem ekkert lát er á.
„Allir heimsins sérfræðingar sem taka á og vinna með þolendur og gerendur ofbeldis, ekki síst á meðal barna og unglinga, koma aldrei í stað okkar sem forráðamanna og foreldra,“ segir í færslu á Facebook-síðu Rósu.
Hvetur hún fólk til þess að ræða við börn sín, fylgjast með athöfnum þeirra, útskýra alvarleika og afleiðingar þess að koma illa við aðra.