„Það er af ástæðu sem þessir miðlar eru með aldurstakmörk“

Mikla athygli vakti í gær þegar hin 12 ára Ísabella …
Mikla athygli vakti í gær þegar hin 12 ára Ísabella Von steig fram og lýsti hrottalegu einelti sem hún hefur orðið fyrir síðasta rúma árið. Samsett mynd

Börn und­ir 13 ára eru of ung til þess að vera á sam­fé­lags­miðlum sam­kvæmt skil­mál­um nær allra þeirra.

Bæði er ólög­legt fyr­ir fyr­ir­tæk­in að safna gögn­um um börn und­ir 13 ára en þar að auki eru skipt­ar skoðanir hvort þau sem yngri eru hafi ein­fald­lega náð þroska til þess að vera á miðlun­um.

Sig­urður Sig­urðsson, sér­fræðing­ur í miðlanotk­un barna og ung­menna hjá SAFT, seg­ir í sam­tali við mbl.is að mik­il­vægt sé að kenna börn­um að nota netið, líkt og um um­ferðarregl­ur sé að ræða, og að þau séu óhrædd að til­kynna neteinelti sem þau verða fyr­ir.

Mikla at­hygli vakti í gær þegar hin 12 ára Ísa­bella Von steig fram og lýsti hrotta­legu einelti sem hún hef­ur orðið fyr­ir síðasta rúma árið, meðal ann­ars í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Netsátt­máli for­eldra 

Sig­urður seg­ir sam­komu­bannið í heims­far­aldr­in­um hafi stór­aukið miðlanotk­un barna sem ekki séu kom­in með ald­ur.

„Við misst­um svo­lítið tök­in í Covid, hleypt­um krökk­um á miðla sem þau hafa ekki náð þroska til vera á. Það er af ástæðu sem þess­ir miðlar eru með ald­urstak­mörk.“

Seg­ir hann SAFT hvetja for­eldra til að fylgja ald­ur­sviðmiðum en mik­il­vægt sé að for­eldr­ar legg­ist sam­an á eitt og ákveði í sam­ein­ingu hvaða regl­ur eigi að gilda fyr­ir barna­hóp­inn – svo­kallaðan „netsátt­mála“.

Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur í miðlanotkun barna og ungmenna hjá SAFT.
Sig­urður Sig­urðsson, sér­fræðing­ur í miðlanotk­un barna og ung­menna hjá SAFT.

„Að það sé ekki þannig að hluti barn­anna megi fara inn á Snapchat, þá fara hin börn­in að segja að all­ir séu á þessu. Við vilj­um að regl­ur séu skýr­ar. Börn eru að kalla eft­ir þess­um ramma en við erum svo­lítið á eft­ir, að búa til þenn­an ramma fyr­ir börn­in.“

Líkt og um­ferðarregl­urn­ar

Sig­urður seg­ir að netið sé eitt­hvað sem þarf að kenna börn­un­um á, rétt eins og þeim er kennt á um­ferðarregl­urn­ar og að synda í skóla­sundi.

„Við hend­um ekki barni í djúpu laug­ina og skilj­um það eft­ir áður en við kenn­um því að synda,“ seg­ir hann og nefn­ir að á meðan in­ter­netið sé frá­bært sé þar einnig mikið að var­ast.

„Við þurf­um að kenna börn­um frá blautu barns­beini hvernig það á að haga sér á net­inu og að þau skammist sín ekki fyr­ir að leita að hjálp. Að for­eldr­ar geti talað við börn­in um þetta og skól­arn­ir líka.“

Gjörn á að benda hvert á annað

Lendi börn í neteinelti þurfi að vera skýr­ar leiðir hvert hægt sé að leita, börn leiti á rétta staði og séu óhrædd við að leita sér hjálp­ar.

„Við erum svo­lítið gjörn á það að benda hvert á annað. Á skól­inn að sjá um þetta? Eiga for­eldr­ar að sjá um þetta? Staðreynd­in er sú að við þurf­um að vinna sam­an í þessu: Skól­inn og for­eldr­ar.“

Ekki megi líka gleyma að ræða við börn­in, enda þau sem málið varðar. „Þau geta verið hinn mesti visku­brunn­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert