Carlsen lentur og teflir á þriðjudag

Magnus Carlsen á Keflavíkurflugvelli.
Magnus Carlsen á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Þorsteinn Magnússon

Marg­ir af bestu skák­mönn­um heims etja kappi á heims­meist­ara­mót­inu í Fischer-slemb­isk­ák, þar á meðal Magn­us Carlsen, heims­meist­ar­inn í skák, sem lenti í Kefla­vík í kvöld. 

Mótið hefst á Hót­el Natura á þriðju­dag og verður haldið í til­efni þess að 50 ár eru liðin frá ein­vígi Fischers og Spasskís. Um fjöru­tíu manns starfa í sjálf­boðavinnu við mótið, sem verður opið áhorf­end­um.

Meðal kepp­enda verður Wesley So, heims­meist­ari í Fischer-slemb­isk­ák, og of­ur­stór­meist­ar­ar á borð við Ian Nepomniachtchi og Hik­aru Nakamura, auk ús­beska ungstirn­is­ins Nod­ir­bek Abdusatt­orov. Verða kapp­arn­ir á opn­un­ar­hátíð móts­ins á Hót­el Natura á morg­un.

Leitað á öll­um kepp­end­um

Leik­ar hefjast klukk­an þrjú á þriðju­dag og fer eng­inn tóm­hent­ur heim af mót­inu. Um sex­tíu millj­óna króna verðlauna­fé er í húfi en sig­ur­veg­ari fær 21 millj­ón króna í sinn hlut.

Gunn­ar Björns­son, for­seti Skák­sam­bands Íslands, seg­ir áhorf­end­ur vel­komna á mótið sem stend­ur frá þriðju­deg­in­um fram á sunnu­dag, frá klukk­an þrjú til átta.

Spurður um eft­ir­lit á mótsstað í ljósi umræðunn­ar um svindl inn­an skák­heims­ins seg­ir Gunn­ar: „Það verður leitað á öll­um sem koma inn á mótsstað með málm­leit­ar­tækj­um. Menn þurfa að skilja eft­ir síma og snjallúr.“

Bú­ist er við mikl­um has­ar enda verða tíma­mörk­in styttri en í kapp­skák; 25 mín­út­ur fyrstu 35 leik­ina en fimm mín­út­um verður bætt við í 36. leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert