Rafmagnið langódýrast á Íslandi

Ísland er einangraður raforkumarkaður og rafmagnið ódýrt.
Ísland er einangraður raforkumarkaður og rafmagnið ódýrt. mbl.is/Þorsteinn

Verð á raforku til venjulegra heimila hefur haldist nær óbreytt undanfarin átta ár, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Í útreikningnum er leiðrétt fyrir gjaldmiðlum og miðað við notkun á bilinu 2.500 til 5.000 kílóvött.

Þegar litið er til hinna norrænu landanna sést að raforkuverð þar hefur almennt hækkað mikið á síðasta ári og það sem af er þessu og er í sumum tilvikum margfalt hærra en á Íslandi. Raforkuverð í Danmörku er langhæst og hefur hækkað mest. Það hækkaði um 55% frá fyrri hluta árs 2021 til jafnlengdar í ár. Talsverð hækkun hefur einnig orðið í Svíþjóð og Noregi en minni í Finnlandi. Miðað við fréttir hefur verðið á Norðurlöndunum haldið áfram að hækka, frá fyrsta helmingi þessa árs sem línuritið miðast við. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert