Ný forysta líklega sjálfkjörin

Kristrún Frostadóttir býður sig ein fram til formanns Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir býður sig ein fram til formanns Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Nýtt fólk tekur við forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður á föstudag og laugardag. Kristrún Frostadóttir alþingismaður verður ein í framboði til formanns en Logi Einarsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Þá er útlit fyrir að Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, verði einn í framboði til varaformanns flokksins og taki þar með við af Heiðu Björgu Hilmisdóttur.

Framboðsfrestur í embætti varaformanns rennur út klukkan 18.30 á föstudaginn, svo enn gæti einhver skorað Guðmund Árna á hólm. Rúmlega 700 landsfundarfulltrúar af öllu landinu eru skráðir á fundinn í ár.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert