Fjarskiptainnviðir á hafsbotni berskjaldaðir

Kort/mbl.is

Nú er liðinn mánuður frá því að sprengjur rufu gasleiðslur í Eystrasalti. Ekki leið á löngu þar til Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti þeirri skoðun sinni að orkuinnviðum heimsins væri ógnað. Um þá ályktun Pútíns er erfitt að efast, hann getur trútt um talað, enda telja flestir að skemmdarverkin á gasleiðslunum frá Rússlandi til Vestur-Evrópu hafi verið unnin að fyrirskipan hans þó Rússar harðneiti þeim ásökunum.

Þessir atburðir, sem enginn vafi er á að tengist Úkraínustríðinu með einhverjum hætti, vöktu marga af vondum draumi. Í Evrópu er að finna margskonar leiðslur og orkustrengi á hafsbotni, sem augljóst er að Rússum er í lófa lagið að rjúfa, nánast óhindrað, af köfurum, dvergkafbátum eða kafdrónum frá stærri kafbátum, sem örðugt er að verjast.

Frá Íslandi liggja engar slíkar leiðslur eða orkustrengir (enn!), en á hinn bóginn er landið ákaflega háð fjarskiptasæstrengjum, sem tengja landið við netið og umheiminn, en aðrar varaleiðir af skornum skammti. 

Umfjöllunina í heild sinni má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert